Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fáir bátar á sjó frá Sandgerði
Miðvikudagur 21. júlí 2004 kl. 15:26

Fáir bátar á sjó frá Sandgerði

Fáir bátar frá Sandgerði eru á miðunum þessa stundina. „Það er vegna þess að kaldi er á miðunum og einungis nokkrir færabátar eru enn úti,“ sagði starfsmaður Sandgerðishafnar þegar Víkurfréttir höfðu samband í dag.

Þetta þykir þó ekkert tiltökumál miðað við árstíma þar sem yfirleitt er rólegt að gera um þetta leyti.

„Þetta var betra um helgina en þá voru menn í smáufsanum við Boða. Það fiskast vel af honum en það er ekkert verð fyrir þetta.“
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024