Fáir á sjó frá Sandgerði
Engir smábátar eru á sjó frá Sandgerði í dag sökum veðurs, en þar er nú ríkjandi suðsuðaustan átt og 15 til 20 metrar á sekúndu. Að sögn Sveins Einarssonar starfsmanns á Sandgerðishöfn eru nokkrir vertíðarnetabátar á sjó og tveir snurvoðabátar. Línuveiðiskipið Kristinn Lárusson landaði 12 tonnum í morgun og fer á sjó aftur í kvöld, en báturinn landar þrisvar sinnum í viku. Að söng Sveins er tvísýnt með veðurútlit á morgun og ekki enn ljóst hvort smábátarnir komist á sjó.