Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fáir á ferli við Hafnargötuna
Föstudagur 5. mars 2004 kl. 16:54

Fáir á ferli við Hafnargötuna

Margar verslanir og þjónustufyrirtæki við Hafnargötu í Keflavík hafa þurft að taka á sig mikla skerðingu í viðskiptum vegna framkvæmda við endurbætur Hafnargötunnar. Aðili í þjónustu við götuna þakkar guði fyrir að vera ekki í verslunarrekstri og hefur áhyggjur af því að verslanir við götuna lifi ekki af framkvæmdatímann. Bendir hann á að fyrirtæki á svæðinu frá Tjarnargötu að Skólavegi hafi tekið á sig lokanir þegar unnið var við fyrsta áfanga götunnar í fyrra og þegar gengið var frá gatnamótum. Hafnargötu og Tjarnargötu.
Þegar þessum áfanga lýkur á eftir að loka gatnamótum Hafnargötu og Skólavegar, sem enn hindrar umferð um þann hluta götunnar sem nú er á framkvæmdastigi. Það vekur þó athygli að þrátt fyrir erfiða tíma á þessum hluta götunnar þá hafa síðustu daga opnað þar tvö ný fyrirtæki  í verslun, blómabúðin Blómin í bænum og undirfataverslunin Ég og Þú. Hins vegar hefur blómabúðin Kastalinn hætt starfsemi.
Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, sagði í samtali við Víkurfréttir nú síðdegis að framkvæmdir við hellulögn hæfust nk. mánudag og verktakinn muni opna á hluta sem hellulagðir verða jafnóðum.

Myndin: Frá Hafnargötunni eftir hádegið í dag. Fáir á ferli, eins og sjá má. VF-mynd: Hilmar Bragi
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024