Fagurt kvöld í kirkjunni
Kvennakór Suðurnesja hélt frábæra vortónleika í Ytri-Njarðvíkurkirkju sl. mánudagskvöld fyrir fullu húsi. Næstu tónleikar kórsins verða í kvöld á sama stað og hefjast kl. 20:30.Ágota Joó tók við sem stjórnandi kórsins fyrir fjórum árum síðan og undirleikari er Vilberg Viggósson. Saman hefur þeim tekist að skapa mjög þéttan og heildstæðan kvennakór.Efnisskrá tónleikanna var mjög fjölbreytt en þar var að finna íslensk sönglög, verk eftir meistara eins og Rossini, Wagner, Puccini og fleiri, auk nokkurra ungverskra laga. Kórinn flutti m.a. verkið Sanctus and Benedictus eftir Charles Gounoradds og var það tileinkað minninginu Baldurs Jósefssonar, sem lést í bílslysi fyrr á þessu ári, en Baldur lék á slagverk með kórnum. Sigrún Ó. Ingadóttir var einsöngvari og söng hún af slíkri tilfinningu að enginn var ósnortinn.Þrjár ungar söngkonur af Suðurnesjum slógu líka í gegn á tónleikunum, þær Birna Rúnarsdóttir, Guðrún Egilsdóttir og Laufey H. Geirsdóttir. Gestir á tónleikunum vorum ekki á þeim buxunum að yfirgefa kirkjuna þegar efnisskráin hafði verið tæmd og kórinn flutti hvorki meira né minna en þrjú aukalög. Áheyrendur yfirgáfu tónleikana með bros á vör og sól í hjarta eftir ánægjulega kvöldstund.