Fagridalur 11 og Klöpp fengu viðurkenningu
– á fjölskyldudögum í Sveitarfélaginu Vogum.
Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga veitti um nýliðna helgi tvær umhverfisviðurkenningar í sveitarfélaginu. Viðurkenningarnar voru veittar á fjölskyldudögum í Vogum.
Guðrún H. Sigurðardóttir og Reynir Ámundason að Fagradal 11 fengu viðurkenningu fyrir stílhreina, snyrtilega og vel við haldna lóð.
Ragnhildur Hanna Finnbogadóttir og Rúnar Vigfússon í Klöpp, Ægisgötu 39, fengu viðurkenningu fyrir fallegar endurbætur á húsi og fjölbreyttan og áhugaverðan garð.
Fagridalur 11 í Vogum. VF-mynd: Hilmar Bragi