Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Fagnaðarfundir í Leifsstöð
Þriðjudagur 26. ágúst 2008 kl. 09:30

Fagnaðarfundir í Leifsstöð




Það voru fagnaðarfundir í Leifsstöð í nótt þegar Paul Ramses hitti eiginkonu sína, Rosemary Atieno Athiembo, og soninn Fidel Smára. Sonurinn var aðeins þriggja vikna þegar Paul Ramses var vísað úr landi eftir að Útlendingarstofnun neitaði að taka beiðni hans um hælisvist fyrir. Paul Ramses var því sendur til Ítalíu, þaðan sem hann hafði komið til Íslands. Mál Ramses hefur verið mikið í fjölmiðlum hér heima.

Dómsmálaráðuneytið sneri við úrskurði Útlendingastofnunar á föstudag og í kjölfarið var unnið að því að koma Paul Ramses aftur til Íslands. Hann kom síðan í nótt með flugi Icelandair frá Milano. Það féllu gleðitár í Leifsstöð þar sem fjölskyldan sameinaðist á ný. Paul Ramses mun dvelja heima hjá konu og barni sínu þar til mál hans verður til lykta leitt en gert er ráð fyrir að málsmeðferðin geti tekið allt aðeinu ári.

Mynd: Páll Ketilsson / Fjölskyldan samankomin í Leifsstöð í nótt.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024