Fagna umræðu um verulega lækkun flugvallaskatta á Keflavíkurflugvelli
Á fundi bæjarstjórnar Reykjanesbæjar nú í vikunni var samþykkt neðangreind ályktun til stjórnvalda: „Bæjarstjórn Reykjanesbæjar fagnar umræðu um verulega lækkun á flugvallarskatti í millilandaflugi til samræmis við innanlandsflugið og skorar á stjórnvöld að hrinda hugmyndinni í framkvæmd sem allra fyrst.“Greinargerð;
Bæjarstjórn Reykjanesbæjar fagnar þessari hugmynd enda til þess fallin að bæta rekstrarskilyrði ferðaþjónustunnar á Íslandi. Ekki getur talist eðlilegt að farþegaskattur í millilandaflugi standi undir uppbyggingu innanlandsflugvalla eins og gert er í dag. Þá hefur Eftirlitsstofnun EFTA gert athugasemdir við mismunandi flugvallaskatt hér á landi en innheimtar eru 1.250 krónur við flug til útlanda en 165 krónur innanlands. Að mati stofnunarinnar brýtur þessi munur gegn ákvæðum samningsins um Evrópska efnahagssvæðið um að engin höft skuli vera á frelsi borgara EES-ríkja til að veita þjónustu í öðru ríki en sínu eigin.
Mikilvægt er að auka markaðssetningu Keflavíkurflugvallar og auka þannig komur erlendra flugfélaga og með því tryggja fjölgun erlendra ferðamanna og tekjur samfélagsins. Á síðustu árum hafa afgreiðslugjöld þjónustuaðila á Keflavíkurflugvelli lækkað til muna og því mikilvægt að stjórnvöld taki á sínum hluta en lækkun flugvallarskatts skiptir markaðssetningu flugvallarins miklu máli enda mjög stór hluti af þeim gjöldum og sköttum sem flugrekendur þurfa að greiða.
Bæjarstjórn Reykjanesbæjar fagnar þessari hugmynd enda til þess fallin að bæta rekstrarskilyrði ferðaþjónustunnar á Íslandi. Ekki getur talist eðlilegt að farþegaskattur í millilandaflugi standi undir uppbyggingu innanlandsflugvalla eins og gert er í dag. Þá hefur Eftirlitsstofnun EFTA gert athugasemdir við mismunandi flugvallaskatt hér á landi en innheimtar eru 1.250 krónur við flug til útlanda en 165 krónur innanlands. Að mati stofnunarinnar brýtur þessi munur gegn ákvæðum samningsins um Evrópska efnahagssvæðið um að engin höft skuli vera á frelsi borgara EES-ríkja til að veita þjónustu í öðru ríki en sínu eigin.
Mikilvægt er að auka markaðssetningu Keflavíkurflugvallar og auka þannig komur erlendra flugfélaga og með því tryggja fjölgun erlendra ferðamanna og tekjur samfélagsins. Á síðustu árum hafa afgreiðslugjöld þjónustuaðila á Keflavíkurflugvelli lækkað til muna og því mikilvægt að stjórnvöld taki á sínum hluta en lækkun flugvallarskatts skiptir markaðssetningu flugvallarins miklu máli enda mjög stór hluti af þeim gjöldum og sköttum sem flugrekendur þurfa að greiða.