Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fagna stjórnsýsluúttekt á embætti ríkislögreglustjóra
Ritstjórn
Ritstjórn skrifar
fimmtudaginn 12. september 2019 kl. 14:34

Fagna stjórnsýsluúttekt á embætti ríkislögreglustjóra

„Lögreglufélag Suðurnesja (LS) lýsir yfir stuðningi við Landssamband lögreglumanna vegna ályktunar sem send var fjölmiðlum 7. september sl. og fagnar því að fram fari stjórnsýsluúttekt á embætti ríkislögreglustjóra.

LS telur að hraða beri úttektinni eins og kostur er svo friður geti skapast sem fyrst um störf lögreglunnar. Mál er varða einkennisfatnað lögreglunnar hafa verið í miklum ólestri um langa hríð og nú hafa málefni bílamiðstöðvar ríkislögreglustjóra o.fl. valdið deilum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Við þetta ástand verður ekki unað enda kastar það rýrð á lögregluna og störf hennar sem grefur undan því mikla trausti sem almenningur ber til lögreglunnar. Á endanum gæti þetta ástand því komið niður á öryggi almennings.

LS skorar á nýjan dómsmálaráðherra að beita sér fyrir ásættanlegri lausn þessara mála,“ segir í yfirlýsingu frá Lögreglufélagi Suðurnesja sem send hefur verið til fjölmiðla.