Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Fagna bættu aðgengi
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
fimmtudaginn 10. mars 2022 kl. 09:46

Fagna bættu aðgengi

Guðlaug María Lewis, menningarfulltrúi Reykjanesbæjar, kynnti hugmynd að uppsetningu á lyftu í Bryggjuhúsi Duus safnahúsa á fundi öldrunarráðs Reykjanesbæjar á dögunum. Lyftan mun stórbæta aðgengi að sýningum á efri hæðum hússins.

Ása Eyjólfsdóttir, forstöðumaður stuðnings- og öldrunarþjónustu, sagði frá fyrirhuguðum framkvæmdum á anddyri þjónustumiðstöðvarinnar að Nesvöllum sem einnig munu bæta aðgengi þar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Öldungaráð lýsir yfir ánægju með verkefnin sem munu bæta aðgengi eldri borgara sem og annarra að þessum stofnunum.