Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Faglegt starf unnið í Gunnskólanum í Sandgerði
Föstudagur 26. október 2012 kl. 11:12

Faglegt starf unnið í Gunnskólanum í Sandgerði

Mennta- og menningarmálaráðuneytið gerði úttekt á Grunnskólanum í Sandgerði vorið 2011. Úttektin var framkvæmd af þeim Árnýju Elíasdóttur og Ingunni Vilhjálmsdóttur hjá Mínerva slf.

Það var mat úttektaraðila að mjög faglegt starf fari fram í Grunnskólanum í Sandgerði. Skólinn hefur skýra stefnu og uppeldislega sýn, sterka faglega leiðtoga með mikinn metnað og góð samvinna og skýr verkaskipting er á milli stjórnenda og starfsmanna. Starfsandi er góður og mikil ánægja starfsmanna með vinnustaðinn og stjórnun hans.

Skólanámskrá er vel gerð með þátttöku allra starfsmanna og sýnd af foreldrum og uppfyllir viðmið aðalnámskrár. Kennsluhættir og námsmat skólans er fjölbreytt og metnaðarfullt þróunarverkefni er í gangi. Foreldrar eru almennt ánægðir með skólann en skilningur þeirra á mikilvægi menntunar viðrist ekki nægilegur í samfélaginu. Nemendur eru almennt ánægðir með skólann og með kennara sína, upplifa stuðning þeirra og metnað fyrir sína hönd og að jafnréttis sé gætt í skólanum meðal nemenda og kennara.

Helstu tillögur til úrbóta eru m.a.:

-virkja þarf skólaráð betur

-nemendaráð verði eflt og áhrif nemenda á skólastarfið verði meiri

-kynna þarf niðurstöður kannana betur fyrir nemendum

-halda þarf áfram markvissri vinnu við að bæta árangur nemenda

-rýna vel í kannanir á líðan og einelti nemenda

-mikilvægt er að skólinn, foreldrafélagið og sveitarfélagið haldi áfram
aðgerðum til að bæta samstarf heimilis og skóla

-auka ábyrgð og þátttöku foreldra í menntun barna sinna

-árangursmarkmið verði skilgreind í öllum greinum

-meta þarf árangur af samkennslu og sérkennsluúrræðum

-tryggja að starfsmenn haldi fartölvum sínum svo þeir geti uppfyllt starfsskyldur sínar

-auka þarf mat, eftirlit og stuðning sveitarfélagsins við skólastjórnendur

-ljúka gerð skólastefnu og skoða hvort rétt hafi verið að hætta með greiðslur fyrir setu í fræðsluráði

-efla þarf aðkomu heilsugæslu að nemendum með geðrænan vanda og skýra verkaskiptingu stuðningsaðila

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024