Fáfnismenn á leið til Sandgerðis?
Mótorhjólaklúbburinn Fáfnir MC rennir hýru auga til Sandgerðis og stefnir að því að koma sér upp klúbbhúsi þar. Vísir.is hefur fyrir þessu áreiðanlegar heimildir í frétt í dag.
Eigendur húsnæðisins við Frakkastíg í Reykjavík, þar sem mótorhjólaklúbburinn Fáfnir MC heldur til, hafa sagt upp leigusamningnum við klúbbinn. Ásgeir Friðgeirsson, talsmaður Björgólfsfeðga sem eiga húsið, segir að þeir séu á leiðinni í burtu á næstunni en ekki liggi fyrir hvenær þeir þurfa að taka saman föggur sínar.
Fáfnismenn voru með samning við fyrri eiganda hússins og segir Ásgeir að hann verði að virða. Vísir hefur heimildir fyrir því að Fáfnismenn renni hýru auga til Sandgerðis og að þar stefni þeir að því að koma sér upp klúbbhúsi.
Fulltrúi lögreglunnar á Suðurnesjum staðfesti í samtali við Vísi að þar á kannist menn við áform Fáfnismanna um að hasla sér völl í Sandgerði. „Við höfum heyrt ávæning af þessu en ekki fengið neitt staðfest. En ef það verður úr að þeir flytja hingað í umdæmið þá er alveg ljóst að þeir eru engir aufúsugestir," sagði lögreglumaðurinn og bætti því við að ef sagan reynist sönn muni lögreglan fylgjast vel með þeirri þróun.
Ekki náðist í Jón Trausta Lúthersson, liðsmann Fáfnis, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir, segir í frétt Vísis.is
Eigendur húsnæðisins við Frakkastíg í Reykjavík, þar sem mótorhjólaklúbburinn Fáfnir MC heldur til, hafa sagt upp leigusamningnum við klúbbinn. Ásgeir Friðgeirsson, talsmaður Björgólfsfeðga sem eiga húsið, segir að þeir séu á leiðinni í burtu á næstunni en ekki liggi fyrir hvenær þeir þurfa að taka saman föggur sínar.
Fáfnismenn voru með samning við fyrri eiganda hússins og segir Ásgeir að hann verði að virða. Vísir hefur heimildir fyrir því að Fáfnismenn renni hýru auga til Sandgerðis og að þar stefni þeir að því að koma sér upp klúbbhúsi.
Fulltrúi lögreglunnar á Suðurnesjum staðfesti í samtali við Vísi að þar á kannist menn við áform Fáfnismanna um að hasla sér völl í Sandgerði. „Við höfum heyrt ávæning af þessu en ekki fengið neitt staðfest. En ef það verður úr að þeir flytja hingað í umdæmið þá er alveg ljóst að þeir eru engir aufúsugestir," sagði lögreglumaðurinn og bætti því við að ef sagan reynist sönn muni lögreglan fylgjast vel með þeirri þróun.
Ekki náðist í Jón Trausta Lúthersson, liðsmann Fáfnis, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir, segir í frétt Vísis.is