Fæstir kusu til Alþingis í Sandgerði
- Einnig kusu fæstir í Sandgerði í forsetakosningum
Kosningaþátttaka í alþingiskosningum í október síðastliðnum var minnst í Sandgerði eða 73,2 prósent, sé litið til einstakra sveitarfélaga. Þetta kemur fram á vef Hagstofunnar. Meðal íbúa sveitarfélaga var kosningaþátttakan mest í Eyja- og Miklaholtshreppi eða 90,2 prósent. Í forsetakosningum síðasta sumar var sömu sögu að segja af kjósendum í Sandgerði en þá kusu 66,9 prósent þeirra og var það lægsta hlutfallið á landinu.
Kosningaþátttaka eftir kjördæmum var mest í Norðvesturkjördæmi eða 81,2 prósent en minnst í Reykjavíkurkjördæmi Norður, 77,9 prósent. Kosningaþátttaka í Suðurkjördæmi var 78,5 prósent.
Hér má sjá stiklu úr nýjasta þætti Suðurnesjamagasíns Sjónvarps Víkurfrétta