Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fæstir kusu forseta í Sandgerði
Guðni Th. Jóhannesson, forsetri Íslands, ásamt föruneyti á skrifstofu Víkurfrétta í kosningabaráttunni sl. vor.
Þriðjudagur 11. október 2016 kl. 10:14

Fæstir kusu forseta í Sandgerði

Grindvíkingar voru duglegastir á Suðurnesjum að mæta á kjörstað í forsetakosningunum í júní sl. Alls var kosningaþátttaka 72,4% í Grindavík. Versta kjörsóknin á Suðurnesjum var í Sandgerði þar sem 66,9% kosningabærra íbúa tóku þátt í kosningunni.

Svona var þátttakan á Suðurnesjum:
Grindavík 72,4%
Sandgerði 66,9%
Sveitarfélagið Garður 67,6%
Reykjanesbær 69,3%
Sveitarfélagið Vogar 69,5%


Kosningaþátttaka í forsetakosningum í sumar var nokkuð breytileg eftir aldri. Í Hagtíðindum Hagstofu segir að þátttaka hafi verið lægst meðal yngri kjósenda. Alls voru um 245 þúsund á kjörskrá eða um 73,6% þjóðarinnar. Af þeim nýttu 185 þúsund kjósenda sér atkvæðaréttinn eða um 76%. Það er töluverð hækkun frá forsetakosningum árið 2012 þegar um kosningaþátttaka var um 69%.

Hægt er að sjá upplýsingar Hagstofu hér.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024