Færri þurfa á fjárhagsaðstoð að halda í Reykjanesbæ
Færri þurfa á framfærslu og húsaleigubótum að halda í Reykjanesbæ ef horft er á þriggja mánaða tímabil milli áranna 2015 og 2016.
Ef litið er til tímabilsins maí frá júlí árið 2015 þá voru greiddar 45,2 milljónir í framfærslu hjá Reykjanesbæ. Árið 2016 var upphæðin hins vegar 34,5 milljónir króna. Undanfarna mánuði fækkaði umsóknum um endurnýjun á framfærslustyrk umtalsvert. Þannig voru 62 sem ekki endurnýjuðu umsóknir sínar um framfærslustyrk á meðan 45 nýjar umsóknir bárust.
Sömu sögu má segja um húsaleigubætur. Í maí, júní og júlí voru samanlagðar húsaleigubætur rétt tæpar 100 milljónir árið 2015. Þegar sömu mánuðir eru skoðaðir nú í ár eru húsaleigubætur rétt rúmar 90 milljónir.