Færri þiggja fjárhagsaðstoð og húsaleigubætur
Þeim fækkar sem þiggja fjárhagsaðstoð og húsaleigubætur frá Reykjanesbæ. Samkvæmt fundargerð fundar Velferðarráðs Reykjanesbæjar í gær kemur fram að í janúar 2016 hafi bæjarfélagið greitt 12.960.157 krónur til framfærslu til 116 einstaklinga eða fjölskyldna. Í janúar í fyrra voru greiddar 19.710.118 krónur til 182 einstaklinga eða fjölskyldna.
Í janúar á þessu ári voru greiddar 27.506.221 krónur í húsaleigubætur. Til samanburðar var upphæðin í janúar í fyrra 31.230.417 krónur. Í febrúar á þessu ári var upphæðin 30.383.838 krónur. Árið 2015 voru í sama mánuði greiddar 33.604.709 krónur í húsaleigubætur.