Þriðjudagur 3. ágúst 2010 kl. 09:12
Færri hegningarlagabrot í júní
Hegningarlagabrotum fækkaði í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum í júní á milli ára. Alls komu 74 slík mál inn á borð lögreglunnar í júní síðastliðnum samanborið við 92 mál í sama mánuði 2009. Umferðarlagabrotum fjölgaði hins vegar úr 276 í 380 á sama tíma. Fíknefnamálum fækkaði úr níu í sjö.