Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Færri fæðingar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja
Miðvikudagur 30. ágúst 2006 kl. 09:01

Færri fæðingar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja

Fæðingar á sjúkrahúsinu í Keflavík voru 177 á árinu 2005, sem er talsverð fækkun samanborið við árin tvö á undan. Árið 2004 voru fæðingar 209  og árið 2003 voru þær 223.
Þetta kemur fram í ársskýrslu Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja. Þar segir að fæðingar í Keflavík hafi ekki verið færri i mörg ár og brýnt sé að efla þjónustu við fæðandi konur.

Fæðingar Suðurnesjabúa í Reykjavík voru 41 á síðasta ári og þar af 8 á sumarlokunartíma skurðstofunnar. Árið 2004 voru fæðingar í Reykjavík 49 og þar af 15 á sumarlokunartíma. Athygli vekur hversu jöfn kynjaskiptingin er en 90 stúlkur fæddust á fæðingardeild HSS á síðasta ári og 89 drengir. Árið á undan voru stúlkurnar hins vegar 105 og drengirnir 106.
 
Sumarlokun  fæðingardeildar HSS mæltist illa fyrir hjá heimamönnum í vor og sýndu þeir hug sinn með söfnun undirskrifta.

Mynd: Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðisráðherra, heimsótti HSS á mánudaginn og skoðar hér  nýja fæðingarlaug sem tekin var í notkun um síðustu helgi. Þjónusta fæðingardeildarinnar hefur löngum verið annáluð fyrir gæði en sumarlokanir hafa hins vegar mælst illa fyrir. Vonandi verður breyting þar á.

 

VF-mynd: elg

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024