Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Færri en stærri skjálftar í Krýsuvík
Miðvikudagur 1. desember 2010 kl. 16:12

Færri en stærri skjálftar í Krýsuvík

Eftir hrinu í gærkvöldi er orðið rólegra á jarðskjálftasvæðinu í Krýsuvík. Tveir skjálftar hafa þó farið yfir 2 á Richter. Í dag varð skjálfti upp á 2,4 á Richter og annar upp á 2,1 varð í gærkvöldi kl. 22.

Skjálftar í Krýsuvík hafa verið tíðir síðustu daga og tvær áberandi hrinur hafa orðið á svæðinu. Ekki er vitað hvort um sé að ræða kvikuinnskot eða breytingar á jarðhitakerfum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024