Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þriðjudagur 27. apríl 2004 kl. 11:51

Færður til hafnar í Grindavík með of litla möskva

Við rannsókn löggæslumanna varðskipsins Ægis um borð í dragnótarbát um helgina kom í ljós að möskvar dragnótarinnar voru of smáir.  Skipstjóra var gert að halda til hafnar í Grindavík þar sem lögregla hélt rannsókn málsins áfram.  Sýslumaðurinn í Keflavík tekur ákvörðun framhald málsins.  Þetta er í annað skipti á einni viku sem löggæslumenn á varðskipinu Ægi hafa fært skip til hafnar vegna ólöglegra veiðarfæra.  Fyrra málið var sent til sýslumannsins á Höfn í Hornafirði.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024