Færður ljóslaus á verkstæði
Í morgun áminntu lögreglumenn í eftirliti á Sandgerðisvegi ökumann vörubifreiðar sem dró eftirvagn, sem var alveg ljóslaus að aftan. Hann var snarlega boðaður til skoðunar. Lögreglumenn fylgdu bifreiðinni á verkstæði í Njarðvík, þar sem hætta var á ferðum vegna ljósleysis bifreiðarinnar í myrkrinu.
Í nótt voru fimm ökumenn kærðir fyrir að nota ekki bílbelti. Þrír voru kærðir fyrir of hraðan akstur á Reykjanesbraut og mældist sá sem hraðast ók á 110 km. hraða þar sem leyfður hámarkshraði er 70 km. Þrír voru kærðir fyrir önnur umferðalagabrot.
Myndin tengist fréttinni ekki beint
Í nótt voru fimm ökumenn kærðir fyrir að nota ekki bílbelti. Þrír voru kærðir fyrir of hraðan akstur á Reykjanesbraut og mældist sá sem hraðast ók á 110 km. hraða þar sem leyfður hámarkshraði er 70 km. Þrír voru kærðir fyrir önnur umferðalagabrot.
Myndin tengist fréttinni ekki beint