Föstudagur 11. júní 2004 kl. 12:11
Færður á lögreglustöð til blóðtöku
Skömmu eftir klukkan tvö í nótt stöðvaði lögreglan í Keflavík akstur bifreiðar í Keflavík en ökumaður var grunaður um ölvun við akstur. Ökumaður var færður á lögreglustöðina í Keflavík þar sem dregið var blóð úr honum til rannsóknar. Við svo búið var hann frjáls ferða sinna.