Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Færa sig nær viðskiptavinunum
Séð inn í verslun Slippfélagsins að Hafnargötu 54.
Laugardagur 20. maí 2017 kl. 06:00

Færa sig nær viðskiptavinunum

-Ný máningarvöruverslun í Reykjanesbæ

Slippfélagið opnaði nýja málningarvöruverslun í Reykjanesbæ 21. apríl síðastliðinn. Verslunin er staðsett við Hafnargötu 54 í Keflavík. Þetta er fimmta verslun Slippfélagsins en tvær verslanir eru í Reykjavík, ein í Hafnarfirði og önnur á Akureyri. Ástæðan fyrir opnun verslunarinnar í Reykjanesbæ er sú að auka þjónustuna við viðskiptavini á svæðinu. „Við höfum í gegnum tíðina haft tryggan hóp viðskiptavina af Suðurnesjum og erum því að færa þjónustuna nær þeim. Við höfum líka mikla trú á svæðinu og þeirri uppbyggingu sem á sér stað hér,“ segir Þröstur Ingvarsson, sölustjóri Slippfélagsins.

Þröstur og Eðvald að störfum í versluninni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

 

Verslunin í Reykjanesbæ er með öllum almennum málningarvörum. Boðið er upp á  hágæða inni- og útimálningu, ásamt iðnaðarmálningu. Reyndir starfsmenn starfa í versluninni í Reykjanesbæ, þeir Eðvald Heimisson, málari og verslunarstjóri, og Benjamín Friðriksson. Þeir hafa báðir áralanga reynslu af málningarvinnu og sölustörfum.

Verslunin verður opin á virkum dögum á milli klukkan 8 og 18 og frá 10 til 14 á laugardögum.