Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fær ekki að byggja frístundahús í Leiru
Það er fallegt í Leirunni. Þar er hins vegar bannað að byggja frístundahús.
Mánudagur 16. mars 2015 kl. 14:35

Fær ekki að byggja frístundahús í Leiru

Skipulags- og bygginganefnd Sveitarfélagsins Garðs hefur hafnað því að byggt verði frístundahús í Leiru.

Christoph Kalthoff frá Danmörku sendi nefndinni fyrirspurn hvort leyft yrði að reisa 58 fermetra frístundahús í landi Litla Hólms í Garði.
 
Í nýju aðalskipulagi sveitarfélagsins Garðs er ekki gert ráð fyrir byggingu íbúðar- eða frístundahúsnæðis á þessu svæði og því var erindinu hafnað.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024