Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fækkun í Varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli
Miðvikudagur 30. apríl 2003 kl. 17:13

Fækkun í Varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli

Landgönguliðar flotans á Keflavíkurflugvelli sem annast hafa ákveðna þætti öryggisgæslu á Keflavíkurflugvelli eru á förum af landi brott. Að sögn Friðþórs Eydal upplýsingafulltrúa Varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli eru ástæður þessa breytingar sem orðið hafa á skipulagi öryggisgæslu varnarliðsins á undanförnum árum. Ennfremur er um að ræða endurskipulagningu á liðsafla landgönguliðs Bandaríkjaflota sem miðar því að uppfylla kröfur flotans um sveigjanlegri liðsafla fremur en staðbundnar liðssveitir.Liðsmenn landgönguliðsins hafa um allangt skeið verið um 50 talsins á Keflavíkurflugvelli og segir Friðþór að flestir séu þeir einhleypir ungir menn. Í sumar munu síðustu landgönguliðarnir hverfa til annarra starfa í Bandaríkjunum. Öryggis- og löggæsla á vegum varnarliðsins er áfram í höndum öryggislögreglu flotans og flughersins og hefur verið unnið að þessu máli í samráði við varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins.

Vf-ljósmynd: Frá æfingum Norður Víkings.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024