Fækkun fíkniefnabrota í Keflavík
Fíkniefnabrotum hjá embætti Lögreglunnar í Keflavík fækkaði um 10 á síðasta ári miðað við árið þar á undan og eru tæplega 3% af fíkniefnabrotum á landinu öllu. Þetta kemur fram í samantekt Ríkislögreglustjóra yfir fíkniefnabrot síðasta árs. Árið 2002 voru fíkniefnabrot í Keflavík 29 talsins en árið 2001 voru þau 39. Í fyrra lagði Lögreglan í Keflavík hald á tæplega 37 grömm af hassi og rúmlega 96 grömm af kannabisfræjum. Hald var lagt á 229 kannabisplöntur og rúmlega 23 grömm af marijúana. Lagt var hald á tæplega 36 grömm af amfetamíni og 14 e-töflur.Ef litið er á landið í heild sinni fjölgaði fíkniefnabrotum úr 911 árið 2001 í 994 árið 2002 og nemur aukningin um 9,1%.