Fækkar um níu á atvinnuleysisskrá
Atvinnulausir á Suðurnesjum eru 463 samkvæmt tölum frá Vinnumálastofnun í dag. Atvinnuleysið skiptist þannig á milli karla og kvenna að 246 konur eru atvinnulausar og 217 karlmenn. Þann 17. febrúar voru 472 atvinnulausir á Suðurnesjum og hefur því fækkað á atvinnuleysisskránni um 9 manns. Á öllu landinu eru 6182 einstaklingar atvinnulausir.