Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fæðinga- og kvensjúkdómalæknir til starfa á mánudag
Þriðjudagur 9. febrúar 2010 kl. 22:56

Fæðinga- og kvensjúkdómalæknir til starfa á mánudag

Fæðinga- og kvensjúkdómalæknir Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja kemur aftur til starfa nk. mánudag, samkvæmt tilkynningu frá forstjóra stofnunarinnar. Þangað til munu aðrir læknar sinna þjónustu við fæðingadeildina, segir í tilkynningunni sem má lesa í heild sinni hér að neðan.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þessi tilkynning forstjóra HSS leysir af hólmi aðra eldri tilkynningu sem birtist fyrst fyrir síðustu helgi en var afturkölluð, þar sem fyrri tilkynning var röng að sögn framkvæmdastjórnar HSS. Víkurfréttir endurbirtu eldir tilkynninguna í gærkvöldi, þar sem gagnrýni hafði komið fram á að efni tilkynningarinnar væri væri ekki aðgengilegt á vf.is. Nú þegar leiðrétt tilkynning hefur komið fram frá HSS er ekki ástæða til að láta þá eldri standa áfram.


Frá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja

Í ljósi umræðna um fæðingadeild HSS, þá upplýsist það hér með að fæðinga- og kvensjúkdómalæknir HSS kemur aftur til starfa mánudaginn 15. febrúar n.k. Þangað til munu aðrir læknar sinna þjónustu við fæðingadeildina eins og verið hefur áður í fjarveru sérfræðinga. Að öðru leyti er starfsemi deildarinnar með eðlilegum hætti.

Sigríður Snæbjörnsdóttir, forstjóri.