Facebook-maðurinn í gæsluvarðhald
Maðurinn sem sérsveit ríkislögreglustjóra handtók á heimili sínu í Reykjanesbæ í gærkvöldi var í dag leiddur fyrir dómara héraðsdóms Reykjanesss í dag sem dæmdi manninn í gæsluvarðhald. Varðhaldið gildir til 5. mars eða í viku.
Maðurinn var handtekinn í kjölfar þess að ábendingar bárust um undarlegt háttarlag mannsins á Facebook-síðu sinni. Þar hafði maðurinn sett inn myndir af sér að handleika skotvotn og einnig myndir af ætluðu sprengiefni og af því þegar fiskikar var sprengt.
Lögregla skoðaði síðu mannsins og ákvað þegar að grípa til aðgerða. Var sérsveit ríkislögreglustjóra fengin til að fara inn í íbúð mannsins og handtaka hann. Hann tók á móti sérsveitarmönnum með hníf að vopni. Maðurinn var fljótt yfirbugaður og færður í fangageymslur. Hann var yfirheyrður í dag og síðan úrskurðaður í gæsluvarðhald til 5. mars nk.
Meðfylgjandi myndir eru af Facebooksíðu mannsins. Maðurinn hefur verið gerður óþekkjanlegur á myndunum.