Þriðjudagur 9. september 2003 kl. 08:38
				  
				Fabian nálgast
				
				
				Fellibylurinn Fabian nálgast landið og mun áhrifa hans gæta suðvestur af landinu á miðnætti í nótt. Fabian er einn harkalegasti fellibylur sem gengið hefur yfir Mið-Ameríku í áratugi. Áhrifa Fabians mun ekki gæta að fullu hér við land, aðeins jaðar fellibylsins mun láta til sín taka á miðnætti.