Fá undirverktakar að klára brautina?
Vegagerðin ígrundar hvort unnt sé að fela undirverktökum að ljúka tvöföldun Reykjanesbrautar því langan tíma taki að bjóða það út að nýju. Þetta kemur fram í frétt. RÚV. Vinna við brautina liggur enn niðri eftir að fyrirtækið Jarðvélar gaf frá sér verkið rétt fyrir jól.
Um þriðjungi verksins er ólokið, aðallega malbikun og brúarsmíði vegna mislægra gatnamóta. Jarðvélar höfðu samið við fyrirtækið Eykt um brúarsmíðina og við Höfða um malbikun.
Allar vinnuvélar sem Jarðvélar höfðu leigt hafa verið fjarlægðar af vinnusvæðinu. Þær voru til nota við jarðvinnu en henni er að mestu lokið. Um 20 af fyrrverandi starfsmönnum Jarðvéla eru í stéttarfélaginu Eflingu. Jarðvélar skulda þeim laun og er skuldin allt frá nokkrum tugum þúsund til hundruð þúsunda. Þá eru 14 fyrrverandi starfsmenn í Verkalýðs- og sjómannafélagi Keflavíkur.
Af www.ruv.is
Um þriðjungi verksins er ólokið, aðallega malbikun og brúarsmíði vegna mislægra gatnamóta. Jarðvélar höfðu samið við fyrirtækið Eykt um brúarsmíðina og við Höfða um malbikun.
Allar vinnuvélar sem Jarðvélar höfðu leigt hafa verið fjarlægðar af vinnusvæðinu. Þær voru til nota við jarðvinnu en henni er að mestu lokið. Um 20 af fyrrverandi starfsmönnum Jarðvéla eru í stéttarfélaginu Eflingu. Jarðvélar skulda þeim laun og er skuldin allt frá nokkrum tugum þúsund til hundruð þúsunda. Þá eru 14 fyrrverandi starfsmenn í Verkalýðs- og sjómannafélagi Keflavíkur.
Af www.ruv.is