Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fá undanþágu til að rífa Orlik
Orlik í Njarðvíkurhöfn á sunnudagskvöld þegar mikill sjór flæddi inn í skipið. VF-mynd: Hilmar Bragi
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
miðvikudaginn 24. júlí 2019 kl. 09:35

Fá undanþágu til að rífa Orlik

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið gaf Skipasmíðastöð Njarðvíkur sl. föstudag undaþágu á starfsleyfi sínu til niðurrifs á togaranum Orlik út frá ákveðnum forsendum.

Sunnudaginn 21. júlí, var togarinn nærri sokkinn við bryggjuna í Njarðvík vegna bráðaleka en með snarræði var hægt að koma í veg fyrir það.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

„Sú uppákoma sýnir hversu bágborið ástand togarans er og að skjótra viðbragða er þörf. Stjórn Reykjaneshafnar hvetur alla hlutaðeigandi að vinna hratt og vel að framgangi málsins þannig að það leysist farsællega,“ segir í fundargerð stjórnar Reykjaneshafnar frá því á mánudag.