Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fá leyfi til að skjóta vargfugl við Keflavíkurhöfn
Þriðjudagur 23. ágúst 2016 kl. 08:26

Fá leyfi til að skjóta vargfugl við Keflavíkurhöfn

Lögreglustjórinn á Suðurnesjum veitti í gær hafnarstjóra Reykjaneshafnar tímabundna undanþágu á grundvelli 12. gr. lögreglusamþykktar fyrir Reykjanesbæ til að skjóta sjófugl við höfnina í Keflavík, en fuglinn hefur sótt mjög í makrílinn þegar landað er og verið til vandræða.

Leyfið er bundið nokkrum skilyrðum, meðal annars að tilkynna skuli lögreglu áður en skotið er hverju sinni og að eingöngu þeir sem hafa leyfi fyrir viðkomandi skotvopnum megi nota þau í samræmi við vopnalög nr. 16/1998

Sjófugl hefur gerst mjög nærgöngull við hráefni sem landað er við Keflavíkurhöfn á meðan það býður flutnings af hafnarsvæðinu. Fuglinn hefur m.a. skemmt mikið af hráefni og þannig valdið bæði seljendum og kaupendum skaða.

Reykjaneshöfn hefur komið upp sérstöku hátalarakerfi með fuglahljóðum sem eiga að fæla í burt fugl, en það hefur ekki hefið eins góða raun og vonir stóðu til.

Hafnaryfirvöld telja núna einu leiðina til að hemja ágang vargfugld og flæma frá hafnarsvæðinu sé að beita skotvopni.

Beiting skotvopns á hafnarsvæðinu í Keflavík er háð ströngum skilyrðum en leyfið gildir fyrst um sinn til 29. ágúst nk.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024