Fá leyfi til að dæla niður Bláalónsvökva í borholu

Skipulags- og umhverfisnefnd Grindavíkurbæjar hefur samþykkt beiðni um framkvæmdaleyfi fyrir borun einnar förgunarholu fyrir Bláalónsvökva. Holan er staðsett á röskuðu svæði heim við orkuver.
Niðurdæling á Bláalónsvökva er orðin nauðsynleg þar sem útfellingar úr vökvanum sem myndar Bláa lónið hafa þétt svo hraunið við orkuverið í Svartsengi að það rennur seint niður úr hrauninu. Róttækari aðgerðir hafa einnig verið til skoðunar, m.a. að veita vökvanum í stokki frá Svartsengi og til sjávar.


 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				