Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Föstudagur 7. desember 2001 kl. 19:13

Fá lán til byggingar leiguíbúða fyrir aldraða í Garði

Gerðahreppi hefur borist bréf frá Íbúðalánasjóði þar sem tilkynnt er að samþykkt hefur verið lánveiting vegna fyrirhugaðrar byggingar leiguíbúða fyrir aldraða.Finnbogi Björnsson (H-lista) lagði til á fundi hreppsnefndar í vikunni að gengið verði til samninga við Arkitekta SF við  Skógarhlíð, til að vinna að fyrirhuguðum hugmyndum um byggingu leiguíbúða fyrir aldraðra. Tillaga Finnboga var felld með 4 atkvæðum gegn 3.
F-listi meirihlutans í Garði laggði hins vegar til að ráða Sigríði Sigþórsdóttur, arkitekt hjá VA arkitektum til að vinna að hugmyndum og skipulagningu á svæðinu í nágrenni Garðvangs, þar sem fyrirhugað er að leiguíbúðir fyrir aldraða rísi.  Það var samþykkt með 4 atkvæðum gegn 3.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024