Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fá herþotu að láni
Sunnudagur 14. janúar 2007 kl. 12:11

Fá herþotu að láni

Herþota af gerðinni F4-E sem verið hefur um árabil á fyrrum varnarsvæðinu á Keflavíkurflugvelli verður að öllum líkindum lánuð Byggðasafni Reykjanesbæjar.
Forstöðumaður byggðasafnins kynnti Menningaráði Reykjanesbæjar samning þess efnis nú í vikunni en það er bandaríska flughersafnið, National Museum of the United States Air Force, sem hefur yfirráð yfir þotunni.

Áhugahópur um Flug- og herminjasafn á Reykjanesi bað bæjaryfirvöld í Reykjanesbæ um liðsinni við að fá til láns bandarísku herþotuna. Byggðasafn Reykjanesbæjar tekur að sér hinn formlega varðveisluþátt samkvæmt skilmálum sem bandaríska flughersafnið setur. 

Mynd: Herþotan sem um ræðir. Hún verður að öllum líkindum varðveitt af Byggðasafni Reykjanesbæjar.

 

VF-mynd: elg

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024