Fá börn á biðlista á leikskólum Reykjanesbæjar
Leikskólastarf í Reykjanesbæ gekk vel veturinn 2001-2002. Auðveldara var en áður að ráða starfsfólk í leikskólana en skortur á leikskólakennurum er þó hinn sami og áður, segir í frétt á vef Reykjanesbæjar. Samkvæmt ársyfirliti haustið 2002 voru alls fimm börn á biðlista.Þau börn sem fædd eru 2001 eru ekki inni í þeirri tölu. Ástandið má því teljast mjög gott. Þessu veldur mikil fjölgun barna í leikskóla samkvæmt breytingu á reglugerð um starfsemi leikskóla.
Unnið var við stækkun leikskólans Garðasels á árinu en leikskólinn var stækkaður um 170 m2 og er nú 746,4 m2. Starfsemin er nú komin undir eitt þak og þykir verkið hafa tekist með átætum.
Skipaður var starfshópur á árinu á vegum Reykjanesbæjar vegna fyrirhugaðrar stækkunar á leikskólanum Holti. Áætlað er að verkið hefjist á árinu 2003.
Unnið var við stækkun leikskólans Garðasels á árinu en leikskólinn var stækkaður um 170 m2 og er nú 746,4 m2. Starfsemin er nú komin undir eitt þak og þykir verkið hafa tekist með átætum.
Skipaður var starfshópur á árinu á vegum Reykjanesbæjar vegna fyrirhugaðrar stækkunar á leikskólanum Holti. Áætlað er að verkið hefjist á árinu 2003.