Fá að geyma bílaleigubíla við knattspyrnuvöll
	Bæjarráð Reykjanesbæjar hefur samþykkt að veita knattspyrnudeild Ungmennafélags Njarðvíkur afnot af bílastæðum sem eru við knattspyrnuvöll deildarinnar við Afreksbraut í Reykjanesbæ frá 1. nóvember 2016 til 1. maí 2017.
	
	Knattspyrnudeildin óskaði eftir að fá afnot af bílastæðunum til að leigja undir geymslu t.d. bílaleigubíla í vetur.


 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				