Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fá 22,5 milljarða króna lán vegna Grindavíkur
Frá Grindavík. VF/Hilmar Bragi
Föstudagur 7. júní 2024 kl. 16:52

Fá 22,5 milljarða króna lán vegna Grindavíkur

Þróunar­banki Evrópu sam­þykkti í morgun 150 milljóna evra láns­um­sókn ís­lenska ríkisins vegna elds­um­brota á Reykja­nes­skaga, sem sam­svarar um 22,5 milljörðum ís­lenskra króna á gengi dagsins. Frá þessu er greint í Viðskiptablaðinu.

Í fundar­gerð bankans um um­sókn Ís­lands segir að til­gangur lánsins sé að að­stoða ríkið við að veita Grind­víkingum nauð­syn­lega að­stoð. Segir þar einnig að um 70% af láninu verði greitt út við undir­ritun til að hraða að­stoð stjórn­valda.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024