Fá 22,5 milljarða króna lán vegna Grindavíkur
Þróunarbanki Evrópu samþykkti í morgun 150 milljóna evra lánsumsókn íslenska ríkisins vegna eldsumbrota á Reykjanesskaga, sem samsvarar um 22,5 milljörðum íslenskra króna á gengi dagsins. Frá þessu er greint í Viðskiptablaðinu.
Í fundargerð bankans um umsókn Íslands segir að tilgangur lánsins sé að aðstoða ríkið við að veita Grindvíkingum nauðsynlega aðstoð. Segir þar einnig að um 70% af láninu verði greitt út við undirritun til að hraða aðstoð stjórnvalda.