Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fá 15 milljónum meira til sjúkraflutninga
Þriðjudagur 6. desember 2011 kl. 11:20

Fá 15 milljónum meira til sjúkraflutninga

Áætluð greiðsla ríkissjóðs til Brunavarna Suðurnesja vegna sjúkraflutninga átti samkvæmt fjárlagafrumvarpinu fyrir árið 2012 að vera kr. 64,9 milljónir. Nú hefur meirihluti fjárlaganefndar lagt til að greiðslurnar verði hækkaðar um 38 milljónir og nemi þá rúmlega 103 milljónum árið 2012.


Þriðja umræða um fjárlagafrumvarpið hefst samkvæmt starfsáætlun á Alþingi í dag þriðjudag í dag og atkvæðagreiðsla verður á morgun.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Þessi hækkun upp á 38 milljónir frá fjárlagafrumvarpi þýðir að Brunavarnir Suðurnesja fá 15 milljónum hærra framlag til sjúkraflutninga á næsta ári en í ár en á þessu ári fá Brunavarnir Suðurnesja 86 milljónir í málaflokkinn.


Sjúkraflutningar á Suðurnesjum hafa verið mikið til umræðu að undanförnu en ítrekað hefur það gerst að allir sjúkrabílar Brunavarna Suðurnesja hafa verið samtímis í verkefnum og lítið mátt útaf bregða svo ekki skapist neyðarástand á Suðurnesjum.