Fá 10.000 krónur í sumargjöf
Í ljósi góðrar afkomu Grindavíkurbæjar á árinu 2018 og þess hve forstöðumenn stofnanna Grindavíkurbæjar gerðu almennt vel í því að virða fjárhagsáætlun ársins 2018, hefur bæjarráð Grindavíkur lagt til að starfsmönnum bæjarins verði umbunað fyrir það.
Hefur bæjarráð samþykkt að gefa starfsmönnum sumargjöf í formi gjafabréfs að fjárhæð 10.000 kr. og fyrirkomulagið verði með sama sniði og jólagjöf til starfsmanna hefur verið undanfarin ár. Kostnaður við gjöfina er 2,4 milljónir króna.