Heklan
Heklan

Fréttir

F-listi: Vilja Sæborgu undir félagsstarf aldraðra
Fimmtudagur 23. mars 2006 kl. 10:01

F-listi: Vilja Sæborgu undir félagsstarf aldraðra

Bæjarráð Garðs samþykkti á fundi sínum í gær að óska eftir viðræðum við Sóknarnefnd Útskálakirkju um leigu eða kaup á húsnæðinu Sæborgu undir félagsstarf fyrir aldraða. Tillaga um slíkt kom frá fulltrúum F-lista, sem hafa meirihluta í bæjarstjórn.

Fulltrúar F-listans telja að nauðsynlegt sé að hefja undirbúning að því að bæta aðstöðu fyrir aldraða í Garði enn frekar frá því sem nú er. Búið er að samþykkja að taka upp viðræður við Búmenn um að byggja upp þjónustukjarna, þjónustu og öryggisíbúðir fyrir aldraða í nágrenni Garðvangs, en einnig er nauðsynlegt að finna lausn til að bæta aðstöðu fyrir félagsstarf aldraðara fram að þeim tíma. Einnig þarf að huga að því að auka fjölbreytni í félagsstarfinu.

Af þeirri ástæðu hafa fulltrúar meirihlutans skoðað málin að undanförnu og telja húsnæði Sæborgar henta mjög vel til að hýsa aðstöðuna fyrir félagsstarfið.
Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk
VF jól 25
VF jól 25