Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Eyþór með meiri stuðning en Árni Matt
Sunnudagur 22. febrúar 2009 kl. 10:16

Eyþór með meiri stuðning en Árni Matt



Stuðningsmenn Eyþórs Arnalds létu í vikunni Capacent Gallup framkvæma skoðanakönnun á meðal kjósenda í Suðurkjördæmi. Kjósendur voru spurðir hvorn þeir myndu velja í fyrsta sætið í á framboðslista Sjálfstæðisflokksins, Eyþór Arnalds eða Árna M. Mathiesen. Í ljós kom að rétt tæplega 64% völdu Eyþór en 36% vildu Árna.

Í yfirlýsingu frá stuðningsmannahópnum segir að "í ljósi þessa afgerandi stuðnings hvetja stuðningsmenn Eyþórs Arnalds hann eindregið til þess að gefa kost á sér í fyrsta sætið og leiða Sjálfstæðismenn í kjölfarið til sigurs í kjördæminu."

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Ljóst er að slagurinn um forystusætið verður harður því auk þeirra tveggja sem að ofan greinir, munu Ragnheiður Elín Árnadóttir og Árni Johnsen gefa kost á sér í fyrsta sæti listans.