Eysteinn Orri nýr veitingastjóri Hljómahallar
Reykjanesbær hefur ráðið Eystein Orra Valsson í starf veitingastjóra Hljómahallar. Eysteinn Orri er með stúdentspróf frá ML, sveins- og meistarapróf í matvælagreinum frá MK.
Á undanförnum árum hefur Eysteinn Orri starfað sem framreiðslumeistari, veitingastjóri, rekstrarstjóri og vaktstjóri hjá Lava restaurant í Bláa Lóninu, Fiskmarkaðnum, Grillmarkaðnum og Skelfiskmarkaðnum.