Eyðibýli brennur á Vatnsleysuströnd
Slökkvilið Brunavarna Suðurnesja var kallað út um klukkan 22:00 í gærkvöldi vegna tilkynningar um að eyðibýlið Grænaborg á Vatnsleysuströnd væri alelda. Slökkvilið fór á staðinn og var ákvörðun tekin um að leyfa húsinu að brenna, en slökkviliðsmenn stóðu öryggisvakt og þegar húsið var brunnið var gengið frá öllu sem gæti fokið. .Eyðibýlið Grænaborg er í eigu Vatnsleysustrandarhrepps