Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Eyddi nóttinni í fangaklefa vegna ölvunar
Fimmtudagur 5. ágúst 2004 kl. 09:30

Eyddi nóttinni í fangaklefa vegna ölvunar

Rólegt var á næturvaktinni hjá lögreglunni í Keflavík utan þess að einn aðili fékk að gista fangahús lögreglunnar sökum ölvunarástands, sem rann á hann upp úr miðnættinu á öldurhúsi í umdæminu.

Þá barst lögreglunni, í gærmorgun, tilkynning um innbrot og þjófnað í bifreið við Bragavelli í Reykjanesbæ. Sá eða þeir sem þar voru að verki höfðu GPS staðsetningartæki á brott með sér. Atvikið hafði átt sér stað um nóttina og er málið í rannsókn.

Á tíunda tímanum í gærkvöldi fékk lögreglan tilkynningu um að vinnupallur hafi fokið á hliðina við hús í Njarðvík.  Maður var við vinnu á pallinum og er talið að hann hafi fótbrotnað eftir fallið sem var um 4-5 m.  Hann var fluttur á Slysavarðstofu í Reykjavík.

Á kvöldvaktinni voru þrír ökumenn kærðir fyrir að aka of hratt, sá sem hraðast ók var mældur á 130 km hraða, þar sem leyfður hraði er 90 km.


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024