Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Evrópunefnd Sjálfstæðisflokksins fundar í Reykjanesbæ
Mánudagur 12. janúar 2009 kl. 02:09

Evrópunefnd Sjálfstæðisflokksins fundar í Reykjanesbæ

Evrópunefnd Sjálfstæðisflokksins heldur fund í félagsheimili sjálfstæðismanna í Njarðvík þriðjudagskvöldið 13. janúar nk. kl. 20. Nefndin hefur síðustu daga verið á fundaherferð um landið en samtals verða 28 opnir fundir víðsvegar um landið þar sem Evrópumálin verða rædd.
Á fundunum munu Kristján Þór Júlíusson, formaður nefndarinnar, og Árni Sigfússon, varaformaður, kynna starf Evrópunefndar og leita eftir sjónarmiðum fólks um land allt.
Evrópunefnd Sjálfstæðisflokksins mun starfa fram að landsfundi flokksins 29. janúar sem fram fer í Reykjavík og skoða stöðu Íslands gagnvart Evrópusambandinu, ríkjum Evrópu og valkostum Íslands í alþjóðasamstarfinu.
Nefndin skilar af sér skýrslu til landsfundar og á grundvelli hennar mun landsfundur flokksins meta hvort framtíð Íslands sé betur borgið innan Evrópusambandsins en utan þess.
Allar nánari upplýsingar um fundarherferðina má finna á vefsíðunni www.evropunefnd.is
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024