Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Evrópuflugi aflýst
Laugardagur 17. apríl 2010 kl. 12:10

Evrópuflugi aflýst

Iceland Express hefur aflýst flugi félagsins í dag til London, Kaupmannahafnar og Varsjár. Flugi til Alicante, sem fara átti eftir hádegi í dag, hefur verið frestað til morguns.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Icelandair hefur tilkynnt að allt flug félagsins til London, Manchester/Glasgow, Kaupmannahafnar, Stokkhólms, Osló,  og Amsterdam í dag verður fellt niður. Öskufallið frá eldgosinu í Eyjafjallajökli hefur lokað fyrir alla flugumferð í norðan- og vestanverðri Evrópu. ??Flug til og frá Bandaríkjunum er samkvæmt áætlun. ??Sérstök athygli er vakin á því að breytingar geta orðið með stuttum fyrirvara verði heimildir veittar til flugs eða af öðrum orsökum, og eru farþegar hvattir til þess að fylgjast vel með fréttum, komu- og brottfarartímum á textavarpi og vefmiðlum og upplýsingum á icelandair.is áður en farið er til Keflavíkurflugvallar. 


Svæðið í Evrópu þar sem bannað er að fljúga hefur verið stækkað. Flugbannið nær nú til Rúmeníu í austri og suður til Ítalíu. Bannað er að fljúga til Sviss, Ungverjalands og Rúmeníu að hluta.


Vindur blæs öskunni frá Eyjafjallajökli til meginlands Evrópu. Miðað við veðurspár eru litlar líkur á að ástandið batni neitt um helgina. Nokkur flugfélög hafa tilkynnt frestun á flugi fram á mánudag. Önnur flugfélög ætla að meta stöðuna á hádegi í dag og gefa þá út nýja tilkynningu.


Talið er að um 17 þúsund flugferðir hafi fallið niður í gær og allar líkur á að þetta ástand verði viðvarandi næstu daga. Að jafnaði eru um 28 þúsund flug um Evrópu á hverjum degi.