Evrópskt rafmagn í háskólaíbúðir
Nú er unnið að því að leggja „evrópskt“ rafmagn í um 100 nemendaíbúðir á Háskólavöllum á Keflavíkurflugvelli. Iðnaðarmenn vinna nú að kappi við breytingar á íbúðum á Keflavíkurflugvelli. Meðal annars verður skipt um allt rafmagn í íbúðunum. Þá verður lagður nýr rafstrengur í hverfið svo allt verði samkvæmt evrópskum stöðlum.
Þær nemendaíbúðir sem eru í notkun í dag eru með 220V rafmagni en eldavélar, ísskápar og tæki í þvottahúsi eru keyrð á 110V straumi. Svo verður ekki í hverfinu sem nú er verið að breyta og verður öllum tækjum í eldhúsi og þvottahúsi skipt út fyrir ný.
Fjölmargir iðnaðarmenn eru nú að störfum víðsvegar um gömlu herstöðina á Keflavíkurflugvelli sem með hverri vikunni sem líður tekur á sig nýjan svip með borgararlegum notum.
Víkurfréttamyndir: Hilmar Bragi