ESSO EXPRESS opnar í Sandgerði
Nú er unnið að framkvæmdum við nýja sjálfsafgreiðslustöð ESSO EXPRESS í Sandgerði. Stöðin verður þar sem hafnarvigtin í Sandgerði stóð áður. Ekki er ljóst hvenær stöðin opnar.Hinrik Sigurðsson hjá Vöruhúsi ESSO í Sandgerði sagðist í samtali við Víkurfréttir ekki geta upplýst hvenær stöðin opnaði, né heldur hvaða eldsneytisverð verða í boði. ESSO EXPRESS stöðvar á höfuðborgarsvæðinu hafa verið að bjóða eldsneyti allt að 10 kr. ódýrara en á almennum stöðvum.
„Þetta átti fyrst að vera eingöngu díeselstöð en Sandgerðingar vildu að hér yrði boðið bæði bensín og díesel og nú er verið að setja niður tanka fyrir báðar tegundir,“ sagði Hinrik í samtali við blaðið.
Búast má við frekari tíðindum af stöðinni í næstu viku.
„Þetta átti fyrst að vera eingöngu díeselstöð en Sandgerðingar vildu að hér yrði boðið bæði bensín og díesel og nú er verið að setja niður tanka fyrir báðar tegundir,“ sagði Hinrik í samtali við blaðið.
Búast má við frekari tíðindum af stöðinni í næstu viku.