Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Fimmtudagur 12. júlí 2001 kl. 21:38

Erum í skýjunum með bátana

Menn eru alveg í skýjunum og það er almenn ánægja með bátana. Það eina sem hægt er að setja út á er málningin. Það er liðið hátt í ár frá því að bátarnir voru málaðir og það er farið að sjást á málningunni. Skynsamlegast hefði verið að fá bátana ómálaða til landsins og sandblása þá og mála hér heima, segir Gunnar Bergmann, útgerðarmaður Eyvindar VE, í samtali við InterSeafood.com.Eyvindur KE er einn Kínabátanna níu sem komu til landsins með flutningaskipinu Wiebke í gær og hefur því heyrst fleygt að búið sé að selja bátinn úr landi. Útgerðin seldi eldri bát með sama nafni fyrir einu og hálfu ári og síðan veiðiheimildirnar í framhaldinu og var ekki annað að skilja en Gunnar og sonur hans væru að hætta í útgerðinni.
-- Það hefur ekkert verið ákveðið en það er rétt að ég hef heyrt að búið sé að selja bátinn til Færeyja, Svíþjóðar og Grænlands, segir Gunnar en hann viðurkennir að hafa leitt hugann að því að hætta í útgerðinni.
-- Það er alltaf erfitt að ráða í framtíðina og þegar maður fær svona bát í hendurnar þá fær maður fiðring í sig og finnst að manni séu allir vegir færir. Við munum a.m.k. fara vel yfir stöðuna áður en við ákveðum af eða á, segir Gunnar en hann upplýsir að byrjað sé að undirbúa niðursetningu á spilum frá Vélaverkstæði Sigurðar í bátana og sömuleiðis eigi eftir að koma fyrir björgunarbúnaði.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024